Árið mitt 2020

Árið mitt 2020 er sjálfsræktarbók í formi dagbókar. Þema bókarinnar að þessu sinni er einföldun daglegs lífs, með það að markmiði að skapa meira rými fyrir allt það sem gefur þér gleði – og minna af öllu öðru.

Bókin gefur þér tólf skref að vinna með, eitt fyrir hvern mánuð ársins. Skrefin tengjast mismunandi sviðum lífsins – hugarfari, heimilinu, fjármálum, hefðum og venjum, samskiptum o.m.fl. Í hverju skrefi færðu fjölmargar hugmyndir til að ákveða þau verkefni sem henta þér á þinni leið og deilir þeim niður á vikur ársins. Þannig tekur þú lítil en markviss skref allt árið til einfaldara og innihaldsríkara lífs.

Einstök og falleg gjöf – handa þér og þeim sem þér þykir vænt um.

3.990 kr