LOFT, ELDUR, VATN EÐA JÖRÐ?

 In Fréttir & fróðleikur

Frumkraftar náttúrunnar geta orðið að góðu liði við að auka sjálfsþekkingu okkar, enda hafa þeir í gegnum tíðina haft áhrif á heimspeki og aðra hugmyndafræði sem skilgreinir sjálf okkar og mannlega tilveru. Hugtakið jafnvægi hugar, líkama og sálar er árþúsunda gamalt og það að skoða okkur sjálf í ljósi eiginleika höfuðskepna eða frumkrafta náttúrunnar (e. elements of nature) minnir okkur á það sem margur nútímamaðurinn hefur gleymt – að við erum eitt með öllu sem lifir hér á jörð. Sjálfsræktardagbókin Árið mitt 2019 gefur þér verkfæri og vettvang til að auka skilning á því hvernig eiginleikar þessara frumkrafta birtast í þér og þínu lífi og hvaða tækifæri þú hefur til að vaxa og taka markviss skref til aukinnar sjálfsþekkingar og jafnvægis. En hvernig birtast frumkraftar náttúrunnar í okkur sjálfum og hvernig getum við komið á betra jafnvægi milli þeirra?

LOFT

Loftfólk er oft forvitið, sjálfstætt og skemmtilegt. Það hefur ríkt ímyndunarafl og á auðvelt með að skilja hismið frá kjarnanum. Sveigjanleiki, bjartsýni og almennt traust á tilverunni einkenna loft í góðu jafnvægi. Í ójafnvægi er þetta sama fólk hins vegar stundum óþolinmótt, skortir jarðtengingu og þjáist af streitu. Talar mikið en stundum verður lítið um framkvæmdir.

Þekkir þú þær leiðir sem hjálpa þér best við að finna jafnvægi líkama, hugar og sálar? Vilt þú meira frelsi í daglegt líf og fylgja þeirri leið sem þú veist innst inni að er þín?

 

ELDUR

Eldfólk er oft hvatvíst, kraftmikið og hvetjandi. Þegar innri eldur er í jafnvægi erum við full orku og við erum tilbúin að láta ljós okkar skína um leið og við hvetjum aðra til hins sama. Eldur í ójafnvægi gerir það hins vegar stundum að verkum að við verðum pirruð, óútreiknanleg í samskiptum og mörk okkar gagnvart öðrum óljós.

Þekkir þú eldmóðinn og gleðina sem fylgir því að vera í essinu þínu? Hvað átt þú best að gefa veröldinni og hvaða skref viltu taka til að efla þig og styrkja?

VATN

Vatnsfólk er tilfinninganæmt, skapandi og hefur samkennd með öðrum. Vatn í góðu jafnvægi er umhyggjusamt, sveigjanlegt og vel tengt eigin innsæi. Þegar vatn er í ójafnvægi geta tilfinningar orðið yfirþyrmandi, við sökkvum okkur of djúpt í eigin vandamál og annarra og getum átt erfitt með að sleppa takinu á gömlum sársauka eða tilfinningaböndum.

Sýnir þú kærleika og umburðarlyndi í eigin garð og annarra? Koma gömul sár í veg fyrir að þú gefir og takir á móti kærleika í lífi þínu?

JÖRÐ

Jarðarfólk kann vel að meta reglufestu, er trygglynt og á sterk tengsl við sína nánustu. Jörð í góðu jafnvægi er samkvæm sjálfri sér, ábyrg, stöðug og traust. Þegar jörð er í ójafnvægi upplifum við okkur hins vegar stundum föst í gömlum hjólförum og eigum erfitt með að ganga í gegnum breytingar. Viljum gera hlutina óaðfinnanlega en finnst við á sama tíma gera ekkert nógu vel.

Þekkir þú eigin gildi og veist hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? Hvað viltu byggja upp?

 

HVER ER ÞINN STERKASTI FRUMKRAFTUR? 

Recent Posts