Átt þú pláss fyrir það sem þér þykir best?

 In Fréttir & fróðleikur

Eru jólin þín eins og þú myndir helst vilja hafa þau? Eða stjórnast þau af hefðum og venjum sem margir í stórfjölskyldunni gætu jafnvel glaðir vilja breyta – bara ef einhver tæki frumkvæði að því að ræða það?

Hefðir og venjur eru einmitt eitt af skrefunum tólf sem tekin eru fyrir í bókinni Árið mitt 2020. Fyrsta skrefið er að átta sig á því hvað maður metur mest og vill gefa meira pláss í daglegu lífi. Næstu skref felast svo í því að sníða tilveruna í kringum þennan kjarna. Árið mitt 2020 gefur þér tólf skref sem geta orðið þér innblástur að því gefandi ferli að einfalda lífið og gera það innihaldsríkara – eitt skref fyrir hvern mánuð ársins. Meðal þessara skrefa má nefna hugarfar, rafrænar venjur, samskipti, fjármál, heimilið, næringu og heilsu. Þitt er þó að ákveða hvað er mikilvægt fyrir þig og skilgreina þau verkefni sem þú vilt taka fyrir á árinu.

Það að einfalda líf sitt er persónulegt ferli sem hefur misjafna þýðingu fyrir hvern og einn. Kjarninn er þó líkast til alltaf sá sami – viljinn til að skapa meira rými fyrir það sem er okkur mikilvægt og dýrmætt. Hvað er innihaldsríkt líf í þínum huga? Viltu meiri tíma til að sinna hugðarefnum þínum, meiri ró, frelsi, gleði – eða eitthvað annað? Hvað kemur í veg fyrir að þetta geti orðið að veruleika? Hvað er það sem tekur of mikið pláss í tilverunni? Viltu minnka áhyggjur, dót og drasl, skuldir, skuldbindingar, vinnu – eða eitthvað annað?

Smelltu hér til að skoða betur þessa einföldu bók sem mögulega getur orðið þér vegvísir á gefandi ferðalagi á nýju ári!

Recent Posts