ÁRIÐ MITT 2019

 In Fréttir & fróðleikur

Árið mitt 2019 er komin út. Bókin er dálítið breytt frá því í fyrra, en er sem fyrr sjálfsræktarbók í formi dagbókar, sem auðveldar þér að taka markviss skref á árinu til aukinnar sjálfsþekkingar, gleði og jafnvægis. Að þessu sinni færðu verkfæri og vettvang til að kynnast því hvernig frumkraftar náttúrunnar birtast í þér og þínu lífi. Í hverjum ársfjórðungi er lögð áhersla á einn hinna fjögurra frumkrafta – loft, eld, vatn og jörð. Þar er að finna fróðleik og hugleiðingar um hvern þessara frumkrafta innra með þér og hugmyndir að því hvernig þú getur styrkt þessa þætti í eigin lífi. Dagbók fyrir hverja viku ársins með góðu skrifplássi gefur svo umgjörð fyrir eigin hugleiðingar og allt það sem þú vilt rækta í eigin lífi á árinu.

Bókina er hægt að kaupa hér í vefverslun og fá hana senda heim, en hún fæst einnig í verslunum Eymundsson, A4, Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð og í nokkrum verslunum Bónus yfir jólin. Kápumynd bókarinnar er einnig hægt að kaupa sem vandað veggspjald í stærðinni 50×70 cm.

Recent Posts