Að gera minna og vera meira

 In Fréttir & fróðleikur

Kjörorð mín á nýju ári eru að gera minna og vera meira. Mig langar að koma andlegri og líkamlegri líðan í gott jafnvægi frekar en að hafa fókusinn stöðugt á því að ná markmiðum og koma hlutum í verk. Ég ætla ekki að plana of mikið. Vil heldur veita því athygli hvaða manneskjur, athafnir og aðstæður gefa mér gleði – og vera meira þar.

Ég ætla að eiga stefnumót í hverri viku – stundum ein með sjálfri mér og stundum með öðrum. Þá geri ég stundum eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, stundum eitthvað sem ég hef ekki gert lengi og hef saknað. Þetta þurfa ekki að vera stórir atburðir, en þeir munu allir eiga það sameiginlegt að kveikja með mér gleði og forvitni. Ég hlakka til þeirra allra.

Gleðilegt nýtt ár 2019!

Recent Posts