Að þakka lífsins lán
Hugarfar er ótrúlega stór áhrifavaldur á líf okkar og líðan. Vissulega gengur á með skini og skúrum og það eru ekki alltaf jólin, en við höfum val um hvert við beinum athyglinni. Viljum við [...]
UM MIG
Áslaug Björt Guðmundardóttir
Ég er rekstrarfræðingur BSc frá Bifröst og með MA gráðu í mannauðsstjórnun frá RSM, Erasmus University í Rotterdam. Einnig lauk ég BA gráðu í ritlist frá HÍ.
Starfsferill minn hefur lengst af tengst mannauðs- og fræðslumálum fyrirtækja, en stærstu áhugaefnin hafa alltaf verið að lesa og skrifa. Ég hef einnig lengi haft áhuga á mannrækt, sem í sinni tærustu mynd má segja að felist í að efla gleðina og kærleikann í lífinu, þekkja styrkleika sína og rækta þá sem best. Í grunninn snýst þetta allt um að ná að gefa okkur sjálfum og veröldinni allt það besta sem við eigum til.
Síðustu ár hef ég skrifað og gefið út nokkrar bækur. Smásagnasafnið Himnaljós kom út árið 2015, Your Inner Iceland kom út 2017 og sumarið 2019 gaf ég út bókina Lífsspeki kattarins. Sjálfsræktardagbækurnar Árið mitt hafa svo komið út árlega frá árinu 2016 en þær hafa verið innblásnar af því hvernig mér sjálfri þykir best að leggja rækt við vellíðan mína og jafnvægi. Sama gildir um bókina Þökk til þín, sem er verkefnabók um iðkun þakklætis í daglegu lífi.
Fréttir & fróðleikur
Hugarfar er ótrúlega stór áhrifavaldur á líf okkar og líðan. Vissulega gengur á með skini og skúrum og það eru ekki alltaf jólin, en við höfum val um hvert við beinum athyglinni. Viljum við [...]